14.05.1957
Neðri deild: 97. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1720 í B-deild Alþingistíðinda. (1639)

148. mál, eyðing refa og minka

Forseti (EOl):

Út af ummælum hv. 1. þm. Reykv. vil ég aðeins taka fram, að það er ekki tilgangurinn, að það eigi að verða nein regla, að þm. gefist ekki sá tími, sem þingsköp mæla fyrir um athugun á þingskjölum, heldur er aðeins reynt, af því að seint er komið á þingtíma, að flýta þeim málum, sem hægt er, og ekki beitt þar neinum öðrum aðferðum en þeim, sem tíðkazt hafa á undanförnum þingum.