06.02.1957
Sameinað þing: 25. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2349 í B-deild Alþingistíðinda. (164)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (EmJ):

Frá forsela Ed. hefur mér borizt svo hljóðandi bréf:

„Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Finnboga R. Valdimarssyni, 4. landsk. þingmanni:

„Með því að ég hef í dag verið skipaður af forseta Íslands til að vera í sendinefnd Íslands á 11. allsherjarþingi Hinna sameinuðu þjóða, sem gert er ráð fyrir að standi enn um 2–3 vikna skeið, leyfi ég mér hér með að tilkynna yður, herra forseti, forföll mín frá þingstörfum um tíma og jafnframt að óska þess, að varamaður taki sæti mitt á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.“

Ég vil leyfa mér að fara þess á leit við hv. kjörbréfanefnd, að hún taki þetta kjörbréf til athugunar, og enn fremur vil ég geta þess, að henni hefur óformlega verið afhent tilsvarandi bréf, sem borizt hafði vegna fjarveru Haralds Guðmundssonar, og vildi ég leyfa mér að óska eftir því, að n. tæki hvort tveggja þessi kjörgögn til athugunar fyrir næsta fund í sameinuðu Alþingi.