28.05.1957
Neðri deild: 111. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1806 í B-deild Alþingistíðinda. (1726)

176. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég tel sjálfsagt að gera ráðstafanir til þess, að þær menningarstofnanir, sem njóta eiga undanþágu undan skemmtanaskattinum, fái þær tekjur til sinna þarfa svo fljótt sem þær verða til ráðstöfunar hjá kvikmyndahúsunum, sem afla þeirra.