24.05.1957
Efri deild: 107. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1817 í B-deild Alþingistíðinda. (1738)

175. mál, vísindasjóður

Frsm. (Finnbogi R. Valdimarsson):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég get tekið undir það með hæstv. ráðh., að ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að brtt. hv. 1. þm. N-M., þ.e. fyrri brtt. hans á þskj. 618, verði samþ. þegar við þessa umr., og tala ég þar fyrir hönd allrar n., því að ég hef ráðgazt við hv. meðnm. mína um þetta atriði.

Um hinar till. báðar, um skipun deildarstjórna, verð ég aftur á móti að segja, að meiri hl. n. getur ekki fallizt á þær að svo stöddu a.m.k., og vil einnig taka undir það með hæstv. ráðh., að ég teldi þó rétt, að þessar till. gætu komið til athugunar enn hjá n. og yrðu því teknar aftur til 3. umr.