29.05.1957
Efri deild: 115. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1903 í B-deild Alþingistíðinda. (1798)

157. mál, Háskóli Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Mál þetta er komið aftur til hv. d. frá hv. Nd. - Nd. gerði nokkrar breytingar á frv. eins og þessi d. afgreiddi það. Þær breytingar voru allar gerðar samkvæmt samhljóða till hv. menntmn. Nd. nema ein. Menntmn. Nd. klofnaði um afstöðu sína til 23. gr. frv., sem hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta: „Ákvæði um eftirlit um námsástundun háskólastúdenta má setja í reglugerð háskólans.“ Það var samþykkt í hv. Nd. að halda þessu ákvæði í frv. Í hv. Ed. var hins vegar ekki ágreiningur um, að þetta ákvæði skyldi vera í frv. Það eina atriði, sem ágreiningi olli í menntmn. Nd. og í Nd., var þess vegna afgreitt ágreiningslaust í þessari hv. d., og vona ég því, að þetta frv. hljóti einróma afgreiðslu hér í þessari hv. deild.