08.03.1957
Efri deild: 66. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1935 í B-deild Alþingistíðinda. (1839)

116. mál, félagsheimili

Sigurður Bjarnason:

Ég álít þá leið, sem hæstv. forseti sjálfur minntist á, vera fullt eins eðlilega og að vísa málinu hreinlega til n. aftur, að fresta umr. og að hv. n. taki þá málið til meðferðar, án þess að því sé sérstaklega með atkvgr. vísað til n. Ég legg það á vald hæstv. forseta, hvort hann telur eðlilegra, að sérstök atkvgr. verði um hönd höfð um að vísa málinu aftur til n. eða að fresta umr. og beina þeim tilmælum til hv. n., að hún taki málið til meðferðar á ný og leiti m.a. þeirrar umsagnar, sem ég hef hér gert að umtalsefni.