29.05.1957
Neðri deild: 116. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1942 í B-deild Alþingistíðinda. (1862)

116. mál, félagsheimili

Fram. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Menntmn. hefur komið saman á fund og rætt þetta mál. Álit n. er svo hljóðandi:

„Nefndin mælir með frv. með þessum breytingum :

Við 2. gr.:

a. Í stað orðanna „tvær nýjar málsgreinar“ komi: ein málsgrein.

b. Síðari efnismálsgrein falli burt.“ Undir þetta rita allir 5 nm.

Sú breyting, sem n. leggur til að hér sé gerð, er að fella niður seinni málsgr., sem Ed. samþ. að bæta inn í 2. gr. frv., en hún hljóðar svo:

„Á meðan félagsheimilasjóður getur ekki fullnægt hlutverki sínu sakir fjárskorts, skulu félagsheimili í sveitum og kauptúnum sitja fyrir um styrk úr sjóðnum.“

Ég hygg, að þetta mál skýri sig algerlega sjálft, það sé óþarfi að fara um það frekari orðum, og ég endurtek því, að menntmn. mælir einróma með því, að þessi málsgr. verði felld niður.