04.12.1956
Neðri deild: 26. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (1886)

35. mál, hnefaleikar

Frsm. (Kjartan J. Jóhannsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. heilbr.- og félmn., leggur n. einróma til, að frv. verði samþykkt.

Við 1. umr. þessa máls gerði ég grein fyrir því og hef að svo stöddu ekki miklu við það að bæta. Þó þykir mér rétt að vekja athygli á því, að síðan hefur borizt áskorun til hv. Alþ. frá fundi Læknafélags Reykjavíkur um að samþykkja frumvarpið.

Hæstv. menntmrh. vakti máls á því við 1. umr., að e.t.v. mætti ná svipuðum árangri og ætlunin er að ná með þessu frv., ef Íþróttasamband Íslands tæki þá stefnu að vinna á móti hnefaleikum. Ég hef síðan rætt málið við hæstv. ráðh., og mér skilst, að við séum sammála um það nú, að þótt íþróttasambandið tæki þessa stefnu, sem allsendis er óvíst, þá sé það ekki fullnægjandi. Réttara sé að hanna hnefaleika með lögum. Ég vona því, að málið geti fengið greiða afgreiðslu.