08.02.1957
Neðri deild: 52. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1969 í B-deild Alþingistíðinda. (1959)

98. mál, veð

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta frv. er einungis afleiðing af hinu frv. til þess að færa þau lög til samræmis við það, sem nú hefur verið ákveðið. Það er ekki neitt frekar um það að segja. Ég vil einungis skjóta því fram, að hv. þm. Ak., sem var aðalflutningsmaður málsins í Ed., vakti athygli mína á því, sem ég gerði ráð fyrir, að það eru sérákvæði varðandi Reykjavík, svo að það er óþarft að taka það fram í þessum lögum. Það, sem virtist ósamræmi, kemur af því, að þessi sérákvæði eru fyrir hendi.