19.03.1957
Neðri deild: 70. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 1973 í B-deild Alþingistíðinda. (1982)

129. mál, taka eignarnámi jarðirnar Borg, Dynjanda og Rauðsstaði

Frsm. (Pétur Pétursson):

Herra forseti. Þetta frv. er borið fram af hv. allshn. Ed. samkv. beiðni hæstv. forsrh. og er um heimild fyrir ríkisstj. til að taka eignarnámi nokkrar jarðar í Vestur-Ísafjarðarsýslu.

Allshn. þessarar deildar hefur rætt frv. og er sammála um að mæla með samþykkt þess, Það er talið af raforkumálaskrifstofunni, að nauðsynlegt sé vegna þeirra framkvæmda, sem verið er að gera á þessum slóðum, að ríkisstj. hafi þessa heimild. Er það vegna þess, að miklar framkvæmdir fara þarna fram, og þarna er um að ræða efnistöku á þessu landssvæði og fleira, svo að þessir aðilar telja, að þeir þurfi að hafa öll ráð landssvæðisins í hendi sér.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð.