22.05.1957
Sameinað þing: 59. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2402 í B-deild Alþingistíðinda. (206)

Varamenn taka þingsæti

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég heyri það, að hæstv. forseta er ekki kunnugt frekar en mér um þann hátt, sem hér hefur verið á hafður, og kann á honum engar skýringar, og skil ég það mjög vel.

En það er eitt atriði, sem a.m.k. er hægt að fá upplýst nú þegar, og það er vegna þess, að ég sé að hinn ágæti skrifstofustjóri Alþ. er hér viðstaddur, hvort Alþ. hefur borizt nokkur beiðni frá Gunnlaugi Þórðarsyni um, að hann yrði leystur frá þingstörfum, vegna þess að hann hafi ekki færi til þess að sinna þeim, og hann óski þess, að annar varamaður tæki við þeirri hvimleiðu skyldu að sitja á Alþ.