09.05.1957
Neðri deild: 94. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2006 í B-deild Alþingistíðinda. (2101)

38. mál, selja Kópavogskaupstað land jarðanna Kópavogs og Digraness

Frsm. (Gunnar Jóhannsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir á þskj. 471, ásamt nál. á þskj. 493, er um heimild handa ríkisstj. til að selja Kópavogskaupstað land jarðanna Kópavogs og Digraness og um eignarnámsheimild á erfðafesturéttindum. Þetta frv. er flutt af hv. 4. landsk. þm. og fleirum.

Efni frv. er, eins og áður hefur verið um getið, að hæstv. ríkisstj. sé heimilt að selja Kópavogskaupstað allt land jarðanna Digraness og Kópavogs. Undanskilið er þó nýbýll og land vegna rekstrar hæla ríkisins í Kópavogi og búrekstrar ríkisins í sambandi við þau o.s.frv.

Þá er heimilt að taka eignarnámi erfðafesturéttindi í eignarlandi kaupstaðarins, ef nauðsyn krefur vegna skipulagsbreytingar.

Þetta frv. var flutt á síðasta þingi, og fylgdi því þá allýtarleg grg., sem nú hefur verið tekin upp orðrétt og er á þskj. 39.

Frv. var flutt í hv. Ed., og hefur hún afgreitt málið að mestu Ieyti óbreytt. Landbn. Nd. tók frv. fyrir á fundi sínum 7. maí s.l. og mælir öll með því, að það verði samþykkt óbreytt. Í samræmi við þessa afgreiðslu hv. landbn. leyfi ég mér að mæla eindregið með því, að frv. verði samþ. óbreytt og að lokinni þessari umr. verði því vísað til 3. umr.