22.01.1957
Efri deild: 43. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2014 í B-deild Alþingistíðinda. (2121)

93. mál, kirkjuþing og kirkjuráð

Frsm. (Sigurvin Einarsson):

Herra forseti. Menntmn. barst þetta frv., mig minnir næstsíðasta daginn fyrir jólafríið, frá hæstv. kirkjumálaráðherra með ósk um, að n. tæki það til flutnings. Nm. urðu allir fúslega við þeirri ósk, og stendur n. öll að flutningi þess. Hins vegar hafa einstakir nm. enga afstöðu tekið til einstakra greina frv. og áskilja sér rétt til þess að flytja við það brtt. eða fylgja brtt., sem kunna að verða fluttar.

Þar sem n. hefur ekki haft aðstöðu til þess að athuga frv. að neinu öðru leyti en þessu, þar sem þetta var rétt undir jólafríið og ekki tími til þess þá, mun n. að sjálfsögðu taka frv. fyrir milli 1. og 2. umr. til nánari athugunar, og sé ég því ekki ástæðu til þess að fara frekar út í málið að þessu sinni.