12.02.1957
Efri deild: 54. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2015 í B-deild Alþingistíðinda. (2123)

93. mál, kirkjuþing og kirkjuráð

Frsm. (Sigurvin Einarsson):

Herra forseti. Ég sé, að á dagskrá er í dag frv. til l. um kirkjuþing og kirkjuráð á þskj. 182. Þetta mál var afgreitt frá n. í gær. Ég bjóst ekki við, að það kæmi á dagskrá í dag. Ég hafði óskað eftir nokkrum upplýsingum frá kirkjunum., sem snerta þetta mái. Þessar upplýsingar fæ ég ekki fyrr en í dag, og mér þykir það lakara, að málið komi til umr. fyrr, og með tilliti til þessa vil ég leyfa mér að fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann taki málið af dagskrá að þessu sinni af þessum ástæðum. Hins vegar býst ég ekki við, að það verði neitt til fyrirstöðu, að hann geti tekið það á dagskrá á næsta fundi i þessari hv. d., sem væntanlega verður á fimmtudag.