27.05.1957
Neðri deild: 109. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2122 í B-deild Alþingistíðinda. (2244)

83. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. meiri hl. (Gunnar Jóhannsson):

Herra forseti. Hv. landbn. Ed. hefur tekið þetta frv. enn á ný til umr., þar sem landbn. Ed. hafði gert á því breytingu. Þar sem svo er áliðið þings, að senn er komið að þingslitum, sér meiri hl. n. sér ekki fært að flytja neinar brtt. við frv., og er það m.a. vegna þess, að meiri hl. er því meðmæltur, að frv. verði að lögum á þessu þingi, en viss hætta er á því, ef landbn. Nd. gerir við það nýjar brtt., að þá gæti það orðið þess valdandi, að málið næði ekki fram að ganga nú á þessu þingi.

Fyrir því mælir meiri hl. hv. landbn með því, að frv. verði samþ. óbreytt, eins og Ed. gekk frá því.