29.05.1957
Sameinað þing: 63. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 130 í D-deild Alþingistíðinda. (2511)

64. mál, jarðboranir í Vestmannaeyjum

Magnús Jónsson:

Herra forseti. Eins og hv. framsögumaður fjvn. gat um, höfum við 3 nm. skrifað undir nál. um till. þessa með fyrirvara. Ég vil aðeins, að það komi fram hér, að ástæðan til þess, að við skrifum undir till. með fyrirvara, er sú, að við höfum óskað, að lengra væri gengið til móts við þá ósk, sem fram er sett í till. um stuðning til umræddra framkvæmda. Það lá hins vegar fyrir í n., að það mundu verða tök á því að ná samkomulagi um þessa lausn málsins, sem hér er farið fram á, og vildum við því ekki gera ágreining um till. af þessum sökum og teljum það gleðiefni, ef fæst fram þessi lausn, sem hér er um að ræða, þótt hins vegar, eins og ég sagði, fyrirvari okkar byggist á því, að við hefðum talið, að það hefði verið æskilegt, að gengið hefði verið lengra í málinu.