31.05.1957
Sameinað þing: 65. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í D-deild Alþingistíðinda. (2550)

55. mál, fiskirannsóknir á Breiðafirði

Frsm. (Pétur Ottesen):

Herra forseti. Það varð um það fullt samkomulag í fjvn. að mæla með samþykkt þessarar till. með lítils háttar breytingu, og sú breyting felur það eingöngu í sér, að þegar lokið er þeim rannsóknum, sem nú er unnið að, verði horfið að því að gera þær rannsóknir, sem um ræðir í till. Rannsóknir þær, sem hér um ræðir, eru mjög þýðingarmiklar fyrir fiskveiðar vorar og kunnugleika á því sviði, og er þess vegna mikils um vert, að þær séu framkvæmdar sem víðast.