13.03.1957
Sameinað þing: 45. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í D-deild Alþingistíðinda. (2606)

81. mál, verðtrygging á sparifé skólabarna

Frsm. (Björn Jónsson):

Herra forseti. Efni þeirrar þáltill., sem hér liggur fyrir, er á þá lund, að Alþ. álykti að skora á ríkisstj., að hún hlutist til um, að Landsbanki Íslands hafi forgöngu um það, að tekin verði upp verðtrygging á 10 ára innlánsbókum á vegum sparifjársöfnunar skólabarna.

Nauðsyn þessa máls er rakin ýtarlega í grg. og var einnig gerð rækileg skil í framsöguræðu hv. fyrra flm. tillögunnar, 1. landsk. þm.

Allshn. hefur haft þessa till. til athugunar, og nm. voru allir samþykkir efni hennar. Hins vegar upplýstist það í meðferð málsins, að bankaráð Landsbankans hefði þegar heimilað framkvæmdastjórn bankans að taka upp verðtryggingu á umræddu sparifé í samráði við aðrar lánastofnanir í landinu. Og n. barst einnig yfirlýsing frá fulltrúum bankans, þar sem því var lýst yfir, að nú væri unnið að því að yfirstíga framkvæmdaörðugleika, sem augsýnilegir væru í sambandi við þetta mál. N. þótti því, að fengnum þessum upplýsingum, sem málinu mundi vera farsællega borgið og því væri við hæfi að afgreiða það með þeirri rökstuddu dagskrá, sem fyrir liggur á þskj. 332.