23.01.1957
Sameinað þing: 20. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í D-deild Alþingistíðinda. (2814)

59. mál, innflutningur á olíum og bensíni

Forseti (EmJ):

Þá er umr. lokið. Ég víl aðeins skjóta því til hv. þm., hvort þeir telji þá málsmeðferð heppilega, sem hér hefur verið höfð um hönd. Ég er á engan hátt að draga úr því, að þetta mál verði rætt, en aðeins, hvort það sé rætt á þessum vettvangi. Hér hafa allir þm. einungis tvennar fimm mínútur til umráða og geta þess vegna ekki rætt málin, a.m.k. ekki þau þýðingarmestu, eins og mér skilst að þeir vilji telja að þetta sé, mjög ýtarlega, og væri því eðlilegra, að um þetta væri borin fram ályktun eða það rætt undir einhverju öðru formi en hér hefur verið gert. Fyrirspurnum er ætlaður stuttur tími, en umræður hafa nú staðið um þetta mál í heila tvo fundi. Það er ekki af því að ég sé á móti því, að málið sé rætt, að ég segi þetta, heldur álit ég bara, að formið sé ekki heppilegt. (BBen: Megum við svara hæstv. forseta um þetta atriði?) Það má gjarnan. Hv. 1. þm. Reykv. tekur til máls um fundarsköp.