23.01.1957
Sameinað þing: 20. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 392 í D-deild Alþingistíðinda. (2819)

59. mál, innflutningur á olíum og bensíni

Forseti (EmJ):

Ég ætlaðist ekki til, að þessi orð mín gæfu tilefni út af fyrir sig til breytinga á þeim reglum, sem um þetta giltu, heldur aðeins vekja athygli hv. alþm. á framkvæmdinni.

Ég er þakklátur hv. þm. N-Ísf. fyrir þær upplýsingar, sem hann hefur gefið okkur um nágrannaþingin, en ég hef það nú fyrir satt, svo að ég noti orð hv. þingmanns hér áðan, að þeir fyrirspurnatímar, sem hann vitnaði til í Englandi, fari nú fram oftsinnis á þann hátt, að þm. ber fram fsp. og henni er svarað með jái eða nei, og svo sé það búið.