27.02.1957
Sameinað þing: 40. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í D-deild Alþingistíðinda. (2850)

104. mál, olía frá varnarliðinu

Utanrrh. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. Það gleður mig að heyra, að þeir, sem að þessari fsp. standa, eru ánægðir með það svar, sem þeir hafa fengið, og telja spurningunni til fulls svarað. En ég vil aðeins taka það fram, að í minni seinni ræðu sagði ég í rauninni ekki nokkurn skapaðan hlut annan en það, sem fólst í þeim upplýsingum, sem ég gaf í minni fyrri ræðu. Ég sagði, að við fengjum olíuna á kostnaðarverði, og það, að við fáum olíuna á kostnaðarverði, þýðir óhjákvæmilega það, að hún getur ekki orðið dýrari en það, sem við hefðum fengið hana fyrir á frjálsum markaði. Þetta fólst í mínu fyrra svari, og úr því að hv. fyrirspyrjendur eru ánægðari með að fá svarið orðað eins og ég gerði í seinni ræðunni, þá er ég vissulega ánægður með það.