08.03.1957
Efri deild: 66. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í C-deild Alþingistíðinda. (2898)

103. mál, menntun kennara

Frsm. minni hl. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Ég get gjarnan tekið undir það, sem hv. frsm. meiri hl. hv. menntmn. óskar eftir, að málið verði að þessu sinni tekið út af dagskrá, sérstaklega vegna þess að óvenju margir af hv. dm, eru nú fjarverandi. Ég hef orðið var við, að nokkur áhugi er um þetta mál meðal hv. dm., og ég vildi því einnig fara þess á leit, ef hæstv. forseti sæi sér fært að taka málið út af dagskrá í dag.