28.05.1957
Efri deild: 113. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 2418 í B-deild Alþingistíðinda. (295)

Starfslok deilda

forseti (BSt):

Eftir því sem útlit er fyrir, má búast við, að þetta verði síðasti fundur d. á þessu þingi. Þó er það ekki alveg víst. Það gæti orðið kallaður saman fundur enn, en ég geri frekar ráð fyrir, að þetta verði síðasti fundur deildarinnar.

Þetta er orðið víst lengsta þing, sem háð hefur verið á Íslandi, og ég finn alveg sérstaka ástæðu til að þakka hv. deildarmönnum hér samvinnuna á þessu langa þingi.

Ég minnist þess ekki, að það hafi nokkurn tíma komið nokkur ágreiningur upp á milli mín sem forseta og hv. þm. í deildinni. Að vísu hef ég tekið þátt í umr. hér sem alþm., og ég á ekki við það, að það hafi ekki verið ágreiningur á milli mín sem þm. og annarra hv. þm., heldur minnist ég þess ekki, að það hafi verið milli mín sem forseta og annarra.

Ég óska öllum þm. deildarinnar góðrar framtíðar og að við hittumst heilir í haust allir. Þeim þm., sem heima eiga utan bæjarins, óska ég góðrar heimferðar og góðrar heimkomu. Starfsmönnum deildarinnar, varaforsetum og skrifurunum, þakka ég sérstaklega góða samvinnu, varaforsetunum fyrir að hafa hlaupið í skarðíð fyrir mig og þá sérstaklega hv. 1. varaforseta, sem gegndi hér alveg forsetastörfum, meðan ég fór til útlanda í vetur, og skrifurunum alveg sérstaka stundvísi og skyldurækni í þeirra starfi.