11.12.1956
Efri deild: 27. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í B-deild Alþingistíðinda. (368)

12. mál, festing verðlags og kaupgjalds

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég skal ekki blanda mér mikið í þessar umr., en ég var eins og hv. þm. N-Ísf. staddur á Blönduósi á stéttarsambandsfundi bænda. Og ég heyrði það mikið rétt — að Ólafur bóndi í Brautarholti talaði nokkuð ákveðið á móti þessum lögum, en var sá eini, fékk engar undirtektir hjá neinum öðrum. Það er því alrangt að segja, að lögin hafi fengið þar linlegar undirtektir o. s. frv., eins og hann sagði, hv. þm. N-Ísf. Það komu fram hjá Ólafi einum óánægjuraddir yfir lögunum og engum öðrum. Enginn tók undir með honum.