04.12.1956
Efri deild: 23. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 433 í B-deild Alþingistíðinda. (505)

11. mál, skipakaup

Forseti (BSt):

Mér þykir það lakara, að hv. tillögumenn að brtt. við þetta frv. vilja ekki fallast á að taka þær aftur til 3. umr., og ég get ekki fyllilega samsinnt þeirra rökum, að þeim væru allar bjargir bannaðar, því að hægt er nú að bera fram varatill. við till. En þar sem hv. tillögumenn halda við þetta, þá tel ég alls ekki hindra það, og þeir eiga heimtingu á því, að till. verði bornar upp við umr. Þá vil ég ekki koma í veg fyrir það, að fjhn. fái að taka þær til meðferðar, áður en atkv. eru um þær greidd í d., og er því málið tekið út af dagskrá og umr. frestað.