20.12.1956
Neðri deild: 36. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 449 í B-deild Alþingistíðinda. (535)

86. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Ríkisstj. mun stinga upp á því, að þinghlé verði tekið til 21. janúar. Þess vegna er augljóst, að fjárlög verða ekki afgreidd fyrir áramót. Þá þarf að hafa heimildir til þess að greiða allra nauðsynlegustu gjöld eigi að síður. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, fer fram á, að ríkisstj. fái heimild til þess, og er nákvæmlega að efni til samhljóða slíkum frumvörpum, sem flutt hafa verið, þegar svo hefur staðið á um fjárl. eins og nú, en ráðgert, að heimildin standi til 28. febr. Ætti þá að vera alveg öruggt, að búið væri að ganga frá fjárl. fyrir næsta ár.

Ég sé ekki ástæðu til að leggja til, að málið fari til n. Þetta er einfalt, það hefur ekki verið venja við hliðstæðar ástæður, en á hinn bóginn er vitanlega hægt að gera svo, ef krafa kemur fram um það.