20.12.1956
Neðri deild: 36. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 455 í B-deild Alþingistíðinda. (541)

86. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég vildi nú aðeins skjóta því hér fram og þakka honum fyrir að veita mér orðið, en það er til þess að spara umræður við síðari umr. málsins, að hæstv. forseti, nei, fjmrh. var að saka mig fyrir, að ég hefði ekki haft tíma til þess að vera hér við umr. í gærkvöld. Ég var hér þó til kl. 3 í nótt eða hálfþrjú, hvenær sem umr. lauk. Hitt er annað mál, að ég brá mér frá nokkra stund til þess að skýra fyrir kjósendum, verulegum hóp og áhugasömum, efni jólagjafarinnar, sem þeir eiga að fá, og ég skil ákaflega vel, að hæstv. fjmrh. þyki það ekki þörf starfsemi.