25.10.1956
Neðri deild: 5. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 457 í B-deild Alþingistíðinda. (588)

7. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Frv. það, sem hér liggur fyrir um framlengingu söluskattsins, er fylgifiskur fjárlagafrv., og leyfi ég mér að vísa til fjárlagaræðunnar varðandi nauðsyn á því að framlengja núgildandi tekjustofna ríkissjóðs eða sjá fyrir öðrum nýjum í þeirra stað. En sá fyrirvari fylgir þessu máli, eins og öllum framlengingarfrumvörpunum og fjárlfrv., að þau verða vitanlega að skoðast hér í þinginu endanlega, þegar ákveðið verður, til hvaða úrræða verður gripið í sambandi við úrlausn efnahags- og framleiðslumála.

Með þessum formála vil ég leyfa mér að leggja til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari umræðu.