24.10.1956
Efri deild: 4. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 467 í B-deild Alþingistíðinda. (634)

6. mál, tollskrá o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Með þessu frv. er lagt til að framlengja ákvæði laga nr. 93 1955 með breyt., sem gerðar voru á þeim lögum með l. nr. 3 29. jan. 1956, um bráðabirgðabreyting nokkurra laga, en efni málsins er að innheimta með viðaukum nokkur aðflutningsgjöld og framlengja heimild til þess að undanþiggja ýmsar vörur aðflutningsgjöldum, og eru þau ákvæði í 2. gr. frv.

Ég vil leyfa mér að óska eftir því, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari 1. umr.