21.12.1956
Neðri deild: 42. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (650)

6. mál, tollskrá o. fl.

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum yfir því, að örlæti hæstv. fjmrh. skuli ekki endast til þess að vilja bæta aðstöðu löggæzlunnar í landinu, og þykir það bera vitni um, að hann hafi ekki enn þá öðlazt viðsýni. Um það er ekki að fást, en ég vil nú þó reyna það, hvort allir hans fylgismenn séu honum jafnþröngsýnir í þessum efnum, og leyfi mér því að bera hér fram litla brtt. við frv: Aftan við 1. gr. bætist: „Enn fremur skal innheimt jafnhátt gjald til byggingar lögreglustöðva.“ — Ég leyfi mér að vænta afbrigða og treysti á góðvild þingmanna rétt fyrir jólin um að samþykkja þennan litla pinkil ofan á alla hina skattana.