20.12.1956
Efri deild: 41. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (696)

92. mál, útflutningssjóður o. fl.

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Eins og kunnugt er, þá er ekki langt síðan þetta mál fór í n., og ég sem frsm. minni hl. hef verið að vinna allan tímann og er nú búinn að sleppa handritinu við skrifstofuna, sem ætlar að láta vélrita það í nokkrum eintökum og síðan fara til prentunar. Með tilliti til þess hraða, sem hafður hefur verið á þessu öllu saman, vildi ég mælast til þess við hæstv. forseta, að fundi yrði frestað, þangað til nál. minni hl. getur legið fyrir. (Gripið fram í.) Nei, ég vil ekki flytja ræðu, fyrr en álit minni hl. liggur fyrir. Þetta eru mín tilmæli til hæstv. forseta, og hann verður að ráða sínum ráðum. Ég get ekki annað en farið fram á þetta. Ég hef verið við undirbúning nál. síðan fundi var síðast frestað fyrir um 4 stundum.