20.12.1956
Efri deild: 36. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í B-deild Alþingistíðinda. (721)

57. mál, atvinnuleysistryggingar

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Mig undrar, að hæstv. ráðh. skyldi flytja þetta mál inn í þingið. Þessi lög um atvinnuleysistryggingar hafa sérstöðu. Þau eru í raun og veru samningur, löggiltur samningur; það vitum við, sem vorum á síðasta Alþ. Ég tel, að það sé rangt að breyta lögunum, þar til kemur að því, að á að endurskoða þau, sem er 1958. Mig undrar þess vegna dálítið, að hæstv. ráðh. skuli fara inn á þessa braut. Hún er mjög vafasöm að mínum dómi. Þetta er samkomulag, sem gert var. Það má vel vera, að ekkert sé bókað bjá samninganefndinni um þetta. Það er fæst bókað hjá sáttanefndinni, og sáttanefndin má ekki bera vitni í þessu máli. Ég vildi óska, að hæstv. ráðh. vildi fallast á að lofa þessu máli að bíða þennan stutta tíma, þar til endurskoða á lögin.