14.02.1957
Efri deild: 56. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 786 í B-deild Alþingistíðinda. (876)

112. mál, samkomudag reglulegs Alþingis 1957

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa langa framsögu fyrir þessu máli. Það er þekktur kunningi hér á undanförnum þingum, vegna þess að samkomudagur Alþingis er, eins og hv. þm. er kunnugt, 15. febr. Hafa sams konar frv. og hér er borið fram verið borin fram á undanförnum þingum, og er raunverulega orðin nokkurn veginn föst venja, að sá samkomudagur Alþingis er ákveðinn, sem hér er gert, 10. okt. Vegna þess að nú er 14. febr., þarf, eins og ég minntist á í hv. Nd., að ljúka þessu máli í dag, og það var afgr. þar, án þess að það færi i nefnd. Ég vildi óska, að sami háttur væri hafður á hér.