25.02.1957
Sameinað þing: 38. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í B-deild Alþingistíðinda. (936)

1. mál, fjárlög 1957

Sigurður Ágústsson:

Herra forseti. Á þskj. 290 höfum við hv. 10. landsk. og ég flutt þrjár brtt. við fjárlagafrv., er við fluttum við 2. umr. fjárlaganna, en tókum aftur til þeirrar umr., sem nú fer fram. Tillögurnar eru þessar: Það er rómv. IV, að til Hellissandsvegar verði veitt fjárframlag að upphæð 400 þús. kr., rómv. VI, að fjárframlag til væntanlegrar brúar á Valshamarsá verði hækkað úr 100 þús. kr. í 250 þús. kr., rómv. VIII, að fjárframlag til hafnarbóta á Arnarstapa á Snæfellsnesi verði hækkað úr 120 þús. kr., sem er till. hv. fjvn., í 180 þús. kr.

Í framsögu með till. við 2. umr. ræddum við hv. 10. landsk. og ég um nauðsynina á því, að þessar bógværu till. næðu fylgi hv. þingmanna. Endurtek ég óskir okkar í því efni.