21.02.1957
Neðri deild: 58. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 978 í B-deild Alþingistíðinda. (980)

105. mál, lækkun tekjuskatts af lágtekjum

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af ríkisstj. og hefur verið til athugunar hjá fjhn. Samkv. 1. gr. frv. er til þess ætlazt, að einstakir skattgreiðendur, sem hafa tekjur upp að vissu marki, fái lækkun á tekjuskatti, sem nemur 331/3 af hundraði. Tekjumarkið, sem miðað er við, er sett þannig, að skattlækkunin reiknast af tekjum hjóna með eitt barn á framfæri, ef þær nema allt að 47500 kr., þ.e.a.s. hreinar árstekjur, og tekjuskattur annarra gjaldenda, sem lögin ná til, á að lækka um sömu hundraðstölu, ef tekjuskattur þeirra skv. ákvæðum skattalaganna er jafnhár eða lægri en tekjuskattur þeirra hjóna, sem ég nefndi, þ.e.a.s. hjóna, sem hafa eitt barn á framfæri og hreinar árstekjur, er nema 47500 kr. eða lægri upphæð.

N. mælir með því, eins og segir á þskj. 251, að frv. verði samþ., en tveir nefndarmanna, hv. 9. landsk. og hv. 5. þm. Reykv., flytja brtt. á þskj. 264. Út af þeirri till. vil ég aðeins segja það, að í frv. þessu er ekki gert ráð fyrir því, að settur verði í lög nýr skattstigi, eins og mér virðist þeir gera ráð fyrir í sinni brtt.

Eftir að frv. þetta verður orðið að lögum, ef það verður það, eins og það liggur fyrir á þskj. 207, verður tekjuskatturinn reiknaður eins og nú er, eftir þeim gildandi skattstiga, sem er í lögun um um tekju- og eignarskatt frá 1964, en alls ekki gerður nýr skattstigi. Síðan fá þeir, sem hafa tekjur fyrir neðan ákveðið mark, eins og ég hef áður sagt, þennan afslátt, sem frv. gerir ráð fyrir.

Ég geri ráð fyrir því, að það yrði nokkuð erfitt í framkvæmd að taka til greina brtt. þessara tveggja nm.

Út af þessu máli vil ég enn fremur benda á það, að það er ekki nýmæli að veita slíkan afslátt á skatti af lágtekjum. Með lögum nr. 60 árið 1950 var ákveðin sérstök lækkun tekjuskatts af lágtekjum. Í þeim lögum var ákveðið að veita tilslökun í tekjuskatti af hreinum tekjum, 20 þús. kr. eða lægri, og skattlækkunin var jafnmikil og gert er ráð fyrir í þessu frv., þ.e.a.s. skattur þeirra, sem voru fyrir neðan þetta tekjumark, var lækkaður um 331/3 af hundraði. Þessi lög munu hafa verið í gildi frá 1950 og fram til 1954, þegar nýju skattalögin voru sett og komu til framkvæmda, og varð þess ekki vart, að neinir erfiðleikar væru á þessari framkvæmd eða nein óánægja út af því. Það er því till. meiri hl. n., að frv. verði samþ. óbreytt eins og það kom frá hæstv. stjórn, og er það á þskj. 207.