29.05.1958
Efri deild: 111. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1292 í B-deild Alþingistíðinda. (1012)

186. mál, útflutningssjóður o. fl.

Utanrrh. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. Ég hef verið um það spurður utan fundar af hv. 1. minni hl. fjhn., hvort ekki sé nauðsynlegt að taka fram í 53. gr. frv., að slysadagpeningar skv. 36. gr. tryggingalaga skuli hljóta álag á sama hátt og lífeyrisbætur. Vegna þessa vil ég taka fram, að ef svo kann að reynast, en það er ekki fullrannsakað, þá lýsi ég því yfir, að það verður leiðrétt á tiltækilegan hátt. Fleira óska ég ekki eftir að taka fram.