02.06.1958
Neðri deild: 110. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1307 í B-deild Alþingistíðinda. (1034)

187. mál, lífeyrissjóður togarasjómanna

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur að vísu haft mjög stuttan tíma til þess að athuga mál þetta, en hefur þó haldið fund, og kom það í ljós, að nm. hafa fylgzt með máli þessu það vel, að enginn þeirra hikaði við að taka þátt í þeirri afgreiðslu n. að mæla eindregið með því, að frv. nái fram að ganga.

Hér er um að ræða eitthvert mesta hagsmunamál íslenzkrar sjómannastéttar, sem fram hefur komið um margra ára skeið. Mál þetta er vandlega undirbúið utan þings og hefur þegar fengið nokkra meðferð í Ed., og mælir heilbr.- og félmn. einróma með því, að málið gangi fljótt og vel í gegnum þessa d. einnig.