27.03.1958
Neðri deild: 73. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1425 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

121. mál, húsnæði fyrir félagsstarfsemi

Frsm. (Kjartan J. Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta mál er komið frá Ed., var samþ. þar samhljóða því, sem það er nú. Það var, meðan það var þar, sent til umsagnar húsaleigunefndar í Reykjavík, og komu meðmæli n. með því, að það væri samþ. Enn fremur var það sent hæstv. heilbr.- og félmrh. til umsagnar, og tjáði hann sig líka samþykkan, að frv. næði fram að ganga.

N. hefur rætt þetta frv., og var samþ. samhljóða að mæla með því. Einn nefndarmanna, Ragnhildur Helgadóttir, var fjarstaddur afgreiðslu frv. vegna veikinda.