04.03.1958
Efri deild: 60. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1425 í B-deild Alþingistíðinda. (1208)

144. mál, löggilding verslunarstaðar að Skriðulandi

Flm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Frv. þetta fjallar um löggilding verzlunarstaðar að Skriðulandi í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Þetta er nýr verzlunarstaður, sem Kaupfélag Saurbæinga er nú að taka í notkun, og hef ég verið beðinn að annast um löggildingu hans.

Það munu vera gildandi lög á Íslandi nú um a.m.k. 160 verzlunarstaði víðs vegar um landið, og mun sú venja hafa verið viðhöfð, þegar nýir verzlunarstaðir hafa verið teknir í notkun, að þeir hafa verið löggiltir á þennan hátt.

Um þetta frv. er annars ekki margt að segja umfram það, sem getið er í grg., og vil ég láta það nægja. En ég vonast til þess, að frv. fái greiðan framgang hér í hv. d. Er sennilega rétt að leggja til, að því verði vísað til hv. allshn,