29.11.1957
Neðri deild: 30. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (131)

35. mál, útsvör

Frsm. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Í núgildandi útsvarslögum er svo ákveðið, að ríkisskattanefnd og yfirskattanefndir geti því aðeins breytt útsvörum samkvæmt kæru, að breytingin nemi 10% af útsvarsupphæðinni eða meiru. Eina efnisbreytingin, sem felst í þessu frv., sem hér liggur fyrir, er sú, að þetta mark, 10%, verði lækkað niður í 3%.

Fjhn. deildarinnar hefur haft málið til meðferðar, og á fundi n. í gær varð ég ekki var við annað, en allir nm. væru sammála um að mæla með frv. Í nál. því, sem útbýtt hefur verið, sé ég, að einn nm. skrifar undir með fyrirvara, en um þann fyrirvara er mér ókunnugt, og mun hann þá að eðlilegleikum gera sjálfur grein fyrir honum.