28.04.1958
Neðri deild: 84. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1521 í B-deild Alþingistíðinda. (1344)

167. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum og kauptúnum

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. Samkvæmt lögum nr. 40 frá 1957, um leigubifreiðar í kaupstöðum og kauptúnum, er bæjarstjórnum veitt heimild til að takmarka fjölda leigubifreiða í tilteknum kaupstöðum, en þegar þau lög voru sett, þá hefur fallið niður að setja í lögin ákvæði um viðurlög fyrir brot á nefndum lögum. Þetta frv. fjallar um það að bæta þeim ákvæðum inn í lögin.

Samgmn. hefur athugað þetta frv. og vill eftir atvikum mæla með því, að það nái fram að ganga.