14.04.1958
Neðri deild: 77. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1528 í B-deild Alþingistíðinda. (1362)

95. mál, sala jarða í opinberri eigu

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Ég vildi óska eftir því fyrir hönd landbn., að hv. þm. Snæf. og hv. 10. landsk. sætti sig við það nú, þegar atkvgr. fer fram um frv. og brtt. núna við 2. umr., að taka sínar till. aftur til 3. umr., vegna þess að n. hefur ekki gefizt kostur þess að athuga málið og spyrja hlutaðeigandi aðila, þ.e. jarðeignadeild ríkisins og landnámsstjóra, um sjónarmið þeirra á þessum till. Að öðru leyti hefur n. aflað sér upplýsinga í þeim málum, sem hér liggja fyrir, og sé ég ekki ástæðu til, að frestað verði nema þessari einu till., og tel ég, að það þurfi ekki að vera neitt til tjóns fyrir málið.