25.04.1958
Efri deild: 84. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í B-deild Alþingistíðinda. (1386)

177. mál, eignarnámsheimild fyrir Hvammstangahrepp

Frsm. (Karl Kristjánsson):

Herra forseti. Ég lýsti því yfir við1., umr. þessa máls, að ég mundi milli umræðna kynna mér afstöðu skipulagsstjóra ríkisins til málsins. Þetta hef ég gert. Það kom í ljós, að skipulagsstjórinn er vel kunnugur aðstæðum á Hvammstanga. Hann telur heimildina til eignarnáms á erfðafesturéttindunum mjög nauðsynlega og mælir eindregið með henni.

Annað hef ég ekki fram að taka við þessa umr. og vísa til þess, sem ég sagði við 1. umr. sem frsm, fyrir hönd heilbr.- og félmn. Legg til eins og þá, að frv. verði samþykkt.