16.05.1958
Neðri deild: 97. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1545 í B-deild Alþingistíðinda. (1417)

189. mál, bráðabirgðastöðvun á tollafgreiðslu

Fjmrh. (Eysteinn Jónason):

Ég vil endurtaka það, sem ég sagði áðan, að þetta frv. var borið undir hv. formann stjórnarandstöðunnar, og sendi hann mér þau boð, að hann væri því samþykkur. Ég hélt satt að segja, að hann væri maður til þess að sjá fyrir sinn flokk, hvað bentaði í þessu efni.

Ég sé enga ástæðu til þess, að þessi brtt. hv. 1. þm. Rang. verði samþ., því að væntanlega dettur engum þm. annað í hug en þetta frv., sem fram er komið, hljóti einhvers konar fullnaðarafgreiðslu á þessu þingi, hvort sem það verður samþ. eða fellt. Það er vitanlega óhugsandi annað, og við þetta er miðað í frv., eins og ég hef gert grein fyrir. Mér finnst það óviðkunnanlegt að hafa hinn háttinn á, að samþ. skilyrðislaust heimild fyrir ríkisstj. um að stöðva tollafgreiðslu, eins og hv. 1. þm. Rang. leggur til. Ég held, að þetta sé byggt á misskilningi hjá hv. þm.