14.12.1957
Efri deild: 39. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (151)

35. mál, útsvör

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég kvaddi mér hljóðs rétt á eftir þm. V-Sk. og hef í rauninni ekki að segja annað, en það sama sem hann sagði. Mér hafði líka komið í hug að krefjast úrskurðar hæstv. forseta á því, hvort sé samkv. þingsköpum og anda þingskapanna rétt eða leyfilegt að bera fram hér till., sem óbeint er búið að fella. Það veit maður, að hún var ekki formlega felld, en það var bara skipt um og annað samþ., sem leiddi af sér fall þeirrar upprunalegu 3% till. Maður hefur að vísu orðið var við það, að það eru ýmsir nýir siðir hér á ferðinni um meðferð mála, en ég held, að í þessu tilfelli sé það réttmæt ósk til hæstv. forseta, að hann felli forsetaúrskurð um það, hvort hér sé rétt að farið samkv. anda þingskapanna og hvort sams konar till. og búið er að víkja frá með því að samþ. aðra í hennar stað geti komið til greina aftur. Hv. flytjandi þeirrar nýju brtt. vitnaði í ýmsa menn, sem hefðu sagt sér, að þetta mætti, og þar á meðal skrifstofustjóra Alþ. Ég vil veita forseta þessarar hv, deildar æðsta úrskurðarvald í þessu máli, eins og ég þóttist vita að hv. þm. V-Sk. líka vildi gera, og vil þess vegna taka undir ósk hv, þm, V-Sk. og biðja um forsetaúrskurð um þetta mál.