13.03.1958
Neðri deild: 65. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1606 í B-deild Alþingistíðinda. (1566)

150. mál, atvinna við siglingar

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason) :

Herra forseti. Vorið 1956 skipaði menntmrn, þriggja manna n. til þess að athuga og gera till. um nýskipan á menntun vélstjóra og semja till. til breytinga á þeim ákvæðum um réttindi vélstjóra, sem nú eru í gildi. Um s. l. áramót hafði n. þessi ekki lokið störfum. Mér var kunnugt um það, að áhugi var fyrir vissum breytingum í þessu efni, og bað því nefndina að ljúka störfum sínum hið allra fyrsta. Nú nýlega, fyrir um það bil viku, hef ég lagt fyrir n. að ljúka störfum strax, og vænti þess, að hún geri það á allra næstu dögum. Mér er kunnugt um það, að í n. er mikill ágreiningur um grundvallaratriði, og tel, — og um það hygg ég að nm. séu sjálfir sammála, — að það hafi ekki þýðingu, að n, starfi öllu lengur, því að nokkurn veginn vonlaust sé, að samkomulag náist í nefndinni, og þá er þýðingarlaust að draga störf n, á langinn og hitt miklu eðlilegra, að þau ólíku sjónarmið, sem þar eru uppi, komi fram.

Þetta hygg ég að muni gerast nú alveg á næstunni, og þá teldi ég sjálfsagt, að sú þingnefnd, sem fær þetta mál til meðferðar, fái álit n., hvort sem það verður eitt eða þau verða tvö, sem ég tel miklu líklegra eða nær víst.

Ég vildi aðeins láta þessa getið til leiðbeiningar fyrir þá hv. n., sem fær málið til meðferðar, að hún getur átt von á því að fá niðurstöður þessa nefndarstarfs til athugunar við sitt starf alveg á næstunni.