14.12.1957
Efri deild: 39. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í B-deild Alþingistíðinda. (157)

35. mál, útsvör

Forseti (BSt):

Nú hefur hv. þm. N-Ísf., sem hefur lengi gegnt forsetastörfum, látið í ljós sömu skoðun og ég, þegar ég kvað upp minn úrskurð, að það kemur ekki í bága við þingsköp að bera upp till. eins og hún er borin fram, ekki a.m.k. í bága við bókstaf þeirra. Á hinn bóginn lét ég það í ljós, að ég kynni illa við þetta, og hv. flm. till. hefur tekið það til greina, tekið till. aftur og borið fram aðra, og hún er þannig, er frá sama flm., Páli Zóphóníassyni:

„1. gr. orðist svo: Í stað „10%“ í 2. málsl. 26. gr. laganna komi: 3.5%.“

Verður sjálfsagt ekki ágreiningur um það, að þessi till. geti borizt upp. En hún er of seint fram komin og þar að auki skrifleg og þarf tvöföld afbrigði.