05.05.1958
Neðri deild: 87. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1616 í B-deild Alþingistíðinda. (1574)

150. mál, atvinna við siglingar

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason) :

Herra forseti. N. sú, sem starfað hefur að endurskoðun laga um atvinnu við siglingar, klofnaði, skilaði tveim álitum, svo sem ég áður hef skýrt frá hér í þessari hv. d. Ég sendi álit meiri hl. og minni hl. þegar í stað til Vélstjórafélags Íslands og Mótorvélstjórafélags Íslands og bað um umsögn þeirra um þær tvennar till., sem fram höfðu komið frá n. Ráðuneytið hefur ekki enn fengið umsögn þessara félaga, og ég vildi mega óska þess, að þetta frv. yrði ekki afgreitt, fyrr en þessi nál. liggja fyrir. Ég skal þegar í dag gera ráðstafanir til þess að ganga eftir því, að þessi félagasamtök skili áliti um nefndarálitin, og skýra sjútvn. frá því, sem þar kemur fram, en tel ekki eðlilegt, að málið verði afgreitt hér, fyrr en þessi samtök hafa getað sagt sína skoðun á því sérfræðingastarfi, sem unnið var í n., einkum og sér í lagi þar sem hún varð ekki sammála.