02.06.1958
Efri deild: 115. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1653 í B-deild Alþingistíðinda. (1630)

56. mál, sjúkrahúsalög

Karl Kristjánsson:

Hv. 1. landsk. þm. (ÁG) flutti við 2. umr. brtt. til leiðréttingar á frv., og það var vissulega rétt, sem hann tók fram, að frv. var ekki nákvæmlega rétt orðað, þar sem segir: „almennt sjúkrahús bæjar-, sýslu- og sveitarfélags“, því að bæjarfélag er sveitarfélag, en aðgreining á sveitarfélögum er, eins og hann tók fram, bæjarfélög og hreppsfélög. Þess vegna var till. hans fram komin af fullu tilefni. En nú er það svo, að ef á að fara að leiðrétta þetta, þá hygg ég, að réttara sé að leiðrétta það fullkomlega og breyta eintölunni í fleirtölu, að hafa hreppsfélaga í stað „hreppsfélags“, og það er af því, að það mun ekki vera til í landinu, að hreppsfélag eitt út af fyrir sig reki sjúkrahús. Þess vegna leyfi ég mér að flytja brtt. skriflega um það, að í stað „hreppsfélags“ á tveim stöðum í frv. komi: hreppsfélaga.