13.03.1958
Neðri deild: 65. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í C-deild Alþingistíðinda. (1769)

11. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Gísli Guðmundsson) :

Herra forseti. Allshn. hefur haft þetta frv. til meðferðar og fengið um það umsagnir iðnaðarmálaráðuneytis, Félags ísl. iðnrekenda, Sambands ísl. samvinnufélaga og Verzlunarráðs Íslands. Þessar umsagnir hefur n. kynnt sér vandlega, jafnframt því sem hún hefur athugað frv., eins og það liggur fyrir. Það er álit n., að það sjónarmið, sem fram kemur í frv., að stefna beri að málvöndun í sambandi við þessi vörumerki, eigi fullan rétt á sér, og sömuleiðis er hún sammála því, sem fram kemur í grg. frv., að þörf sé á að breyta gildandi lögum, sem nú eru meira en 50 ára gömul. Hins vegar sýnist n., eftir að hún hefur athugað málið og kynnt sér umsagnir, sem fyrir liggja, að rétt sé, að fram fari frekari athugun og endurskoðun á málinu í heild, því að það er nokkuð vandasamt og heppilegt, að meira verði að því unnið, áður en samþykktar eru breytingar á gildandi löggjöf eða ný lög. Hún hefur því lagt til í nál. á þskj. 248, að máli því, sem hér liggur fyrir, verði vísað til ríkisstj., og væntir þess, að ríkisstj. láti fara fram endurskoðun á lögunum frá 1903 um vörumerki.

Ég skal taka það fram nú um leið, af því að ég var annar flm. að þessu frv., að flutningsmenn sætta sig við þessa afgreiðslu og viðurkenna það sjónarmið, sem fram kemur hjá nefndinni.